Þjónustan mín
Ég býð upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf sem miðast að því að styðja við þig og þína vegferð að bættri heilsu. Ég kynnist þér og þínum heilsufarsáskorunum, hjálpa þér að skilja hvað er að gerast í líkamanum og í sameiningu finnum við hvað virkar fyrir þig.
Ég aðhyllist ekki eina ákveðna nálgun þegar kemur að mataræði, þar sem hver og einn einstaklingur er einstakur með mismunandi þarfir og áskoranir. Það sem að getur verið frábær leið fyrir einn einstakling, þarf ekki endilega að henta öðrum. Sem næringarþerapisti aðstoða ég þig við að finna út hvað líkami þinn þarfnast og stuðla þannig að betri og langvarandi heilsu.
Hér að neðan getur þú kynnt þér þá þjónustu sem að ég hef upp á að bjóða. Ef þú finnur ekki nákvæmlega það sem að hentar þínum þörfum er þér velkomið að hafa samband við mig í gegnum info@siggaroberts.com og ég geri mitt besta til að koma til móts við þínar þarfir.
Kynningarviðtal
Til að tryggja að þjónustan mín henti þínum þörfum þá býð ég upp á 20 mínútna kynningarviðtal þér að kostnaðarlausu.
Heilsuprógrömm
Tvö heilsuprógrömm eru í boði og veita þau bæði heildstæðan stuðning til að ná og viðhalda langtímamarkmiðum þínum.
Stakt viðtal
Ef að þú vilt sérfræðiálit án skuldbindingar til lengri tíma þá er stakur tími góður kostur

