Hvað er næringarþerapía?

Næringarþerapistar eru menntaðir á heildrænan hátt með áherslu á að greina undirliggjandi ójafnvægi, með langtímaheilsu að leiðarljósi. Næringarþerapía á rætur að rekja til hugmyndafræði functional medicine, þar sem meginmarkmiðið er að styðja líkamann út frá rót vandans. Næringarþerapistar líta á líkamann sem eitt samverkandi kerfi (t.d. meltingu, hormónakerfi og taugakerfi) og leitast við að skilja hvernig ójafnvægi í einu kerfi getur haft áhrif á annað. Þeir nýtast gjarnan við ýmis verkfæri í sinni vinnu, svo sem næringu, lífstílsbreytingar, fæðubótarefni, ásamt því að nýtast við ýmis próf sem gefa þeim betri innsýn inn í hvað er að gerast í líkamanum.

Hvað er næringarþerapía?