Heildræn nálgun að betri heilsu
Sigríður María heiti ég og starfa sem næringaþerapisti. Mín ástríða er að styðja fólk til betri heilsu með vísindi og einstaklingsmiðaða þjónustu að leiðarljósi.
Ég vinn náið með viðskiptavinum mínum þar sem að ég býð upp á persónulega næringarráðgjöf sem miðast að því að styðja við þig og þína vegferð að bættri heilsu. Ég legg mig fram við að kynnast þér og þínum heilsufarsáskorunum, hjálpa þér að skilja hvað er að gerast í líkamanum og finna út með þér hvaða leið að bættri heilsu virkar best fyrir þig. Ég tek mið af mataræði, rannóknarniðurstöðum, lífsstíl, erfðum og umhverfi. Í ráðgjöf minni styðst ég fyrst og fremst við næringu, bætiefni og lífsstílsbreytingar til að stuðla að auknu jafnvægi og betri langtímaheilsu.
Ég trúi því að líkaminn hafi ótrúlega getu til að ná jafnvægi þegar hann fær réttan stuðning. Ég legg því áherslu á að hjálpa fólki að finna rót heilsuvandans og skapa varanlegar breytingar í gegnum næringu og lífstíl. Markmið mitt er að styðja þig til að öðlast meiri orku, jafnvægi og vellíðan, bæði líkamlega og andlega.
Kynningarviðtal
Til að tryggja að þjónustan mín henti þínum þörfum þá býð ég upp á 20 mínútna kynningarviðtal þér að kostnaðarlausu.
Heilsuprógrömm
Tvö heilsuprógrömm eru í boði og veita þau bæði heildstæðan stuðning til að ná og viðhalda langtímamarkmiðum þínum.
Stakt viðtal
Ef að þú vilt sérfræðiálit án skuldbindingar til lengri tíma þá er stakur tími góður kostur
Langar þig að vita hvernig genin þín hafa áhrif á viðbrögð líkamans við næringu?
Hver líkami er einstakur og getur brugðist mismunandi við næringu, hreyfingu og öðrum lífsstílsþáttum. Næringarerfðafræði skoðar hvernig genin okkar hafa áhrif á hvernig líkaminn bregst við þessum þáttum. Með því að greina litlar erfðabreytingar, kallaðar SNPs (einsbasabreytileikar), má sjá hvernig líkaminn notar næringarefni, framleiðir hormón, hvernig afeitrun fer fram og hvernig orku- og orkustig þróast. Þessar breytingar valda ekki sjúkdómum einar og sér, en geta haft áhrif á heilsu, orkustig og líðan.
Með genaprófi getur þú fengið góða innsýn í styrkleika og veikleika þíns líkamans og þannig betur séð hvaða næring, hreyfing og lífsstíll hentar þér best.
Ég býð upp á mismunandi ,,genapakka” sem skoða allt frá næringu og almennri heilsu til hormóna, frjósemi og hreyfigetu. Ef þú hefur áhuga á að sjá hvernig næring og lífsstíll má aðlaga að þínum erfðabreytileikum, getur þú bókað frítt kynningarviðtal þar sem við förum yfir málin.

