Heilsuprógrömm
Ég býð upp á tvö heilsufarsprógrömm sem bæði fela í sér ráðgjöf, eftirfylgni, rannsóknir ef þörf krefur og persónulega heilsuáætlun sem inniheldur ráðleggingar um mataræði, fæðubótarefni og lífsstíl. Heilsprógramm 1 eru átta viðtöl en Heilufarsprógramm 2 er fjögur viðtöl. Bæði prógrömmin bjóða upp á fullan stuðning sem auðveldar þér að ná og viðhalda langtímamarkmiðum þínum.
Innifalið í hverju prógrammi:
1 x 90 mínútna upphafsviðtal (fjarviðtal)
Heilsufarsform og mataræðisdagbók til útfyllingar
3+ klst. Rannsóknarvinna þar sem að ég rýni ýtarlega í þín gögn og heilsufar þitt
Vikuleg 60 mínútna eftirfylgnisviðtöl
Ráðleggingar um mataræði
Sérsniðin næringar- og lífstílsáætlun
Tillögur að fæðubótarefnum (kostnaður fæðubótarefna ekki innifalinn í verði)
Tillögur að rannsóknum ef þörf er á (kostnaður rannsókna ekki innifalinn í verði)
Í upphafsviðtalinu munum við fara ýtarlega yfir heilsufar þitt og mögulegar heilsufarsáskoranir. Áður en þú kemur í fyrsta tímann muntu fá sent heilsufarsform til útfyllingar. Heilsufarsformið gefur mér mikilvægar upplýsingar sem gætu tengst heilsu þinni og því mikilvægt að það sé fyllt vel og ýtarlega út. Einnig muntu fá sent form þar sem að þú skráir niður fæði og lífstíl fyrir þrjá daga.
Í fyrsta tíma munum við fara yfir heilsufarsformið, matarvenjur þínar, lífsstíl, og annað sem við gæti komið þinni heilsu. Við förum ýtarlega yfir sögu þína og er fyrsti tíminn því lengri en þeir sem á eftir koma. Að lokum munum við útbúa í sameiningu heiluáætlun sem tekur mið af ráðleggingum mínum varðandi mataræði og lífstíl, ásamt fæðubótaefnum og rannsóknum ef þörf er á.
Í næstu tímum á eftir munum við fara yfir hvernig hefur gengið, niðurstöður prófa ef við á og aðlögum meðferðaráætun ef þörf krefur. Hver tími er sérstaklega miðaður að þínum þörfum þar sem ég styð við þig skref fyrir skref í átt að betri heilsu, hjálpa þér að skilja líkama þinn betur og finna lausnir sem henta þér til lengri tíma.
Verð inniheldur ekki fæðubótaefni eða rannsóknir þar sem þau ráðast af hverjum einstaklingi fyrir sig.
Heilsuprógramm 1 (8 viðtöl)
8 vikna prógramm sem veitir þér þekkingu og stuðning til að ná heilsumarkmiðum þínum.
Verð 128.900 kr.
Heilsuprógramm 2 (4 viðtöl)
Styttri útgáfa af heilsufarsprógrammi 1, eða 4 vikur. Ef þú ert með flókin heilufarsvandamál þá mæli ég eindregið með 8 vikna pakkanum.
Verð 73.500 kr.

