Hvað er iðraólga (IBS)?

Hugtakið iðraólga (Irritable Bowel Syndrome, IBS) er samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum notað yfir langvarandi meltingareinkenni sem ekki skýrast af bólgusjúkdómum í þörmum, krabbameini eða öðrum sjáanlegum vefjaskemmdum í meltingarvegi (1,3).

Hugtakið iðraólga, eða IBS, er því gjarnan notað yfir langvarandi meltingatruflanir sem að ekki hafa fundist orsök fyrir.


Algeng einkenni IBS (1,3):

  • Endurteknir kviðverkir eða óþægindi

  • Uppþemba og aukin loftmyndun

  • Breytt hægðamynstur (niðurgangur, hægðatregða eða bæði)

  • Slím í hægðum

  • Bráð salernisþörf og tilfinning um ófullnægjandi tæmingu

  • Margir upplifa einnig þreytu, svefntruflanir og aukinn kvíða (1,7).


Líffræðilegar breytingar í IBS

Rannsóknir hafa sýnt að saurýni hjá fólki með IBS eru oft frábrugðin þeim sem tekin eru hjá heilbrigðum einstaklingum. Þar má helst nefna breytingar á samsetningu þarmabaktería og minni bakteríufjölbreytni (4,5,6,7,10). Slíkar breytingar geta meðal annars haft áhrif á meltingu, þar með talið framleiðslu/gæði/endurupptöku galls, sem svo stuðlar að einkennum á borð við kviðverki, niðurgang og uppþembu (5,6,7,).


Undirliggjandi orsakir

Kerfisbundin samantekt frá 2022 sýndi að stór hluti einstaklinga sem höfðu fengið IBS-greiningu reyndist í raun vera með aðrar greinanlegar orsakir einkenna (9). Algengastar voru:

  • Niðurgangur tengdur gallsýru (BAD) (~41%)

  • Truflun á frásogi kolvetna

    • laktósi (~54%)

    • frúktósi (~43%)

  • Ofvöxtur baktería í smágirni (SIBO) (13–49%)

  • Smásæ ristilbólga (~3%)

  • Brisensímskortur (~4,6%)


Hvað er til ráða

Einkenni IBS geta verið mjög mismunandi milli einstaklinga og því er nauðsynlegt að skoða vel hvað getur verið að valda þeim. Mataræði og lífsstíll veita mikilvægar upplýsingar, en einnig er auðvelt að mæla samsetningu þarmabaktería með saurprófi og greina ofvöxt baktería í smágirni (SIBO) með öndunarprófi.

 


Heimildaskrá 

  1. Ford AC, Sperber AD, Corsetti M, Camilleri M. Irritable bowel syndrome. Lancet. 2020;396(10263):1675–88.

  2. Black CJ, Ford AC. Global burden of irritable bowel syndrome. Gastroenterology. 2020;159(1):73–87.

  3. Lacy BE, Pimentel M, Brenner DM, et al. ACG clinical guideline: management of irritable bowel syndrome. Am J Gastroenterol. 2021;116(1):17–44.

  4. Pittayanon R, Lau JT, Yuan Y, Leontiadis GI, Tse F, Surette M, et al. Gut microbiota in patients with irritable bowel syndrome—A systematic review. Gastroenterology. 2019;157(1):97–108. doi:10.1053/j.gastro.2019.03.049.

  5. Mars RAT, Yang Y, Ward T, et al. Longitudinal multi-omics reveals subset-specific mechanisms underlying irritable bowel syndrome. Gut. 2020;69(12):2135–2146. doi:10.1136/gutjnl-2019-320196.

  6. Jeffery IB, Das A, O’Herlihy E, et al. Differences in faecal microbiomes and metabolomes of people with versus without irritable bowel syndrome and bile acid malabsorption. Gastroenterology. 2020;158(4):1016–1028.e8. doi:10.1053/j.gastro.2019.11.301.

  7. Mayer EA, Tillisch K, Gupta A. Gut/brain axis and the microbiota. J Clin Invest. 2015;125(3):926–38.

  8. Emmanuel A, Landis D, Peucker M, Hungin APS. Faecal biomarker patterns in patients with symptoms of irritable bowel syndrome. Frontline Gastroenterology. 2016;7(4):275–282. doi:10.1136/flgastro-2015-100651.

  9. Poon D, Law GR, Major G, Andreyev HJN. A systematic review and meta-analysis on the prevalence of non-malignant, organic gastrointestinal disorders misdiagnosed as irritable bowel syndrome. Sci Rep. 2022;12:1949. doi:10.1038/s41598-022-05933-1.

  10. Moloney RD, Johnson AC, O’Mahony SM, et al. Stress and the microbiota–gut–brain axis. Psychoneuroendocrinology. 2016;61:50–59.

Previous
Previous

Þolir þú illa að borða feitan mat?